Enski boltinn

Balotelli baðst afsökunar | Gæti fengið fimm leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mario Balotelli hefur beðist formlega afsökunar á mynd sem hann birti á Instagram-síðunni sinni í gær. Eins og áður hefur verið greint frá hafði enska knattspyrnusambandið þegar hafið rannsókn á málinu.

Myndin sem Balotelli birti var af tölvuleikjapersónunni Super Mario sem „stekkur eins og svartur maður og grípur peninga eins og gyðingur“. Balotelli segist hafa birt myndina vegna þess að honum þótti hún skondin.

„Það var ekki ætlunin að móðga neinn. Myndin átti að vera gegn kynþáttaníði með smá gríni. Ég skil nú að samhengið getur haft öfug áhrif,“ skrifaði Balotelli á Twitter-síðu sína í dag.

„Ég notaði mynd sem annar hafði gert vegna þess að hún var af Super Mario og mér fannst hún fyndin, en ekki særandi. Aftur, ég biðst afsökunar.“

Ef enska knattspyrnusambandið tekur málið föstum tökum gæti Balotelli ætt yfir höfði sér fimm leikja bann, að sögn enska dagblaðsins The Telegraph.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×