Erlent

Innanríkisráðherra og lögreglustjóri Kenýa hættir störfum vegna árása al-Shabab

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
al-Shabab hafa ítrekað gert árásir í Kenýa síðustu misseri, meðal annars á þessa rútu í nóvember.
al-Shabab hafa ítrekað gert árásir í Kenýa síðustu misseri, meðal annars á þessa rútu í nóvember. Vísir/AFP
Forseti Kenýa, Uhuru Kenyatta, hefur skipað nýjan  innanríkisráðherra og lögreglustjóra í kjölfar árásar hryðjuverkahópsins al-Shabab á námuverkamenn í gær. Mennirnir voru við störf í norð-austurhluta landsins, nálægt landamærum Sómalíu. Lögreglustjórinn sagði af sér en forsetinn rak innanríkisráðherrann.

36 manns létust í árásinni en al-Shabab hefur ítrekað gert hryðjuverkaárásir í Kenýa síðustu misseri. Forseti Kenýa hefur kallað eftir því að þjóðin standi saman en hann segir al-Shabab vera í stríði við kenýsku þjóðina.

Samkvæmt frétt BBC hafði verið þrýst á bæði innanríkisráðherrann og lögreglustjórann til að segja af sér vegna ítrekaðra árása al-Shabab.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×