Erlent

Sjö þúsund læknar reknir í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið hefur verið mótmælt í höfuðborginni Moskvu síðustu daga.
Mikið hefur verið mótmælt í höfuðborginni Moskvu síðustu daga. Vísir/AFP
Rússnesk stjórnvöld takast nú á við efnahagskreppu landsins og hefur Vladimir Pútín Rússlandsforseti tilkynnt að til standi að leggjast í meiriháttar niðurskurð hjá hinu opinbera. Verður sjúkrahúsum lokað og læknastöðum í höfuðborginni Moskvu fækkað.

Rússneskur efnahagur er í miklum vanda vegna lækkandi olíuverðs, auk þess að rússneskan rúblan hefur fallið um 42 prósent það sem af er ári.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að til standi að fækka stöðugildum lækna í Moskvu um rúmlega sjö þúsund. Þúsundir lækna og sjúklinga, sem margir hverjir eru í hjólastólum, hafa síðustu daga haldið út á götur til að mótmæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×