Kreppan reynt verulega á heilbrigðiskerfið í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2014 17:59 vísir/gva Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar. Grikkland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar.
Grikkland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira