Fótbolti

Beckham hefur ekki áhyggjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham vill halda tryggð við Miami.
David Beckham vill halda tryggð við Miami. Vísir/Getty
Þrátt fyrir óþolinmæði Don Garber og annarra forráðamanna MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum eru talsmenn David Beckham rólegir yfir málefnum nýs leikvangs hins nýstofnaða félags í Miami.

Garber sagði í vikunni að tilraunir Beckham til að finna nýjum leikvangi stað í Miami geti ekki tekið endalausan tíma. Nú þegar hafa borgaryfirvöld í Miami hafnað tveimur tillögum frá Beckham-hópnum fyrir staðsetningu nýs leikvangs.

„Sannleikurinn er sá að þessu miðar öllu saman mjög vel,“ sagði talsmaður fyrir Miami Beckham United. „Miami er enn fyrsti kostur David og þetta mun gerast. Stuðningsmenn og íbúar Miami styðja við okkur og við vonumst til að koma með nýjar og spennandi fréttir mjög fljótlega.“

Áætlað er að MLS-deildin stækki á næsta ári og telji þá 20 lið. Tvö ný bætast svo við árið 2017, annað í Atlanta og hitt í Los Angeles.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×