Beckham fær aðvörun frá stjóra MLS-deildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 16:00 Don Garber, t.v., vill að Beckham fari að sýna að eitthvað sé að gerast. vísir/getty David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, þarf að fara að sýna að eitthvað sé í gangi hjá MLS-liðinu sem hann er að reyna að stofna í Miami. Beckham hefur fengið formlega aðvörun frá framkvæmdastjóra deildarinnar, Don Garber, þess efnis en málefni nýrra liða verða tekin fyrir hjá stækkunarnefnd deildarinnar snemma á næsta ári. Beckham hefur gengið illa að fá leyfi til að byggja 25.000 manna völl í Miami-borg, en tvær hugmyndir sem hann lagði fram ásamt sínu teymi um byggingu á velli voru slegnar út af borðinu hjá borgarstjórn Miami á þessu ári. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust,“ segir Garber um endalausar tafir á uppbyggingu Miami-liðsins. „Beckham-hópurinn er að reyna að finna lausn á þessu vandamáli með völlinn,“ bætir Garber við. MLS-deildin stækkar ört næstu ár, en 20 lið verða í henni á næsta ári þegar New York City FC og Orlando City FC bætast í hópinn. Tveimur árum síðar kemur svo inn lið frá Atlanta og annað lið í Los Angeles. Beckham hefur verið bent á að deila velli með liði úr NFL-deildinni, en það ætlar nýja Atlanta-liðið að gera. Þar eru reyndar hæg heimatökin því eigandi fótboltaliðsins er sá sami og á NFL-liðið. Hann er að byggja völl sem tekur 65.000 manns í sæti á NFL-leikjum og minnkar í 25.000 sæta völl fyrir knattspyrnuleiki. Leikvangur NFL-liðsins Miami Dolphins getur hýst knattspyrnuleiki, en þar fóru nokkrir vináttulandsleikir fram fyrir HM í sumar. Beckham hefur þó sagst vilja byggja nýjan knattspyrnuvöll þannig liðið hafi eitt einkenni og sinn heimavöll. Fótbolti Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, þarf að fara að sýna að eitthvað sé í gangi hjá MLS-liðinu sem hann er að reyna að stofna í Miami. Beckham hefur fengið formlega aðvörun frá framkvæmdastjóra deildarinnar, Don Garber, þess efnis en málefni nýrra liða verða tekin fyrir hjá stækkunarnefnd deildarinnar snemma á næsta ári. Beckham hefur gengið illa að fá leyfi til að byggja 25.000 manna völl í Miami-borg, en tvær hugmyndir sem hann lagði fram ásamt sínu teymi um byggingu á velli voru slegnar út af borðinu hjá borgarstjórn Miami á þessu ári. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust,“ segir Garber um endalausar tafir á uppbyggingu Miami-liðsins. „Beckham-hópurinn er að reyna að finna lausn á þessu vandamáli með völlinn,“ bætir Garber við. MLS-deildin stækkar ört næstu ár, en 20 lið verða í henni á næsta ári þegar New York City FC og Orlando City FC bætast í hópinn. Tveimur árum síðar kemur svo inn lið frá Atlanta og annað lið í Los Angeles. Beckham hefur verið bent á að deila velli með liði úr NFL-deildinni, en það ætlar nýja Atlanta-liðið að gera. Þar eru reyndar hæg heimatökin því eigandi fótboltaliðsins er sá sami og á NFL-liðið. Hann er að byggja völl sem tekur 65.000 manns í sæti á NFL-leikjum og minnkar í 25.000 sæta völl fyrir knattspyrnuleiki. Leikvangur NFL-liðsins Miami Dolphins getur hýst knattspyrnuleiki, en þar fóru nokkrir vináttulandsleikir fram fyrir HM í sumar. Beckham hefur þó sagst vilja byggja nýjan knattspyrnuvöll þannig liðið hafi eitt einkenni og sinn heimavöll.
Fótbolti Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira