Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Eiður Smári Guðjohnsen hafði áhrif á stuðningsmenn Bolton. vísir/getty Chris Manning, stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Bolton, er gríðarlegur aðdáandi Eiðs Smára Guðjohnsen og hann dreymir um að fá hann aftur til liðs við sitt félag.Eiður hefur æft með Bolton undanfarna daga og spilaði æfingaleik fyrir luktum dyrum í gærdag. Hann hefur heillað leikmenn Bolton á æfingum, en Eiður Smári heillaði Manning upp úr skónum þegar hann spilaði síðast með Bolton 1999-2000. „Ég þori alveg að segja, að ég er ástfanginn af karlmanni. Þetta kemur konunni minni kannski á óvart, en kannski ekki. Þetta kemur vinum mínum og fjölskyldu kannski á óvart, en kannski ekki,“ skrifar Manning í hjartnæmum pistli á Lion of Vienna Suite, samfélagssíðu Bolton-manna. „Ég skammast mín ekki fyrir þetta og fel mig ekki fyrir sannleikanum. Ég elska karlmann. Fallegan mann. Fallegan eldri karlmann. Hann heitir Eiður Smári Guðjohnsen.“Eiður Smári í leik gegn Wimbledon.vísir/getty„Hann er orðinn 36 ára gamall og það eru 14 ár síðan hann klæddist síðast Bolton-treyjunni, en ég mun alltaf horfa til baka til þess tíma með bros á vör. Það að við gætum verið að fá hann aftur gleður mig mikið.“ Manning rifjar svo upp feril Eiðs Smára og bendir á að hann hafi spilað fyrir Chelsea, Barcelona, Monaco, Tottenham, Stoke, Fulham, AEK og Cercle Brugge. En Manning fer svo yfir það hvenær hann sá Eið Smára fyrst í búningi Bolton. Þá var Manning 15 ára gamall. „Ég keypti miða á bikarleik Bolton gegn Hull og settist í norður-stúkuna þar sem ég hafði setið tvisvar sinnum áður. Í fyrra skiptið á leik í Evrópukeppni félagsliða gegn Lokomotiv Plodiv og hitt skiptið á leiknum þar sem Eiður spilaði sinn fyrsta leik,“ skrifar Manning. „Ég man eftir litlum og þybbnum ljóshærðum strák koma inn á seint í leiknum og hafa strax áhrif á leikinn með tækni sinni. Ég vissi ekki þá að síðar á árinu 1999 ætti ég eftir að dýrka þennan mann.“ Eftir að fara nánar yfir feril Eiðs Smára hjá Bolton og rifja upp orð leikmanna Bolton um hvernig það hefur verið að æfa með honum skrifar Manning að lokum: „Ég hef alltaf elskað Eið Guðjohnsen. Hann spilaði kannski bara 54 leiki og skoraði 19 mörk, en hann hafði svo mikil áhrif að hann lifir enn í minningu stuðningsmanna Bolton. Það er ekki hægt að segja um marga fyrrverandi leikmenn liðsins nú til dags.“Hér má lesa alla lofræðuna. Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Chris Manning, stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Bolton, er gríðarlegur aðdáandi Eiðs Smára Guðjohnsen og hann dreymir um að fá hann aftur til liðs við sitt félag.Eiður hefur æft með Bolton undanfarna daga og spilaði æfingaleik fyrir luktum dyrum í gærdag. Hann hefur heillað leikmenn Bolton á æfingum, en Eiður Smári heillaði Manning upp úr skónum þegar hann spilaði síðast með Bolton 1999-2000. „Ég þori alveg að segja, að ég er ástfanginn af karlmanni. Þetta kemur konunni minni kannski á óvart, en kannski ekki. Þetta kemur vinum mínum og fjölskyldu kannski á óvart, en kannski ekki,“ skrifar Manning í hjartnæmum pistli á Lion of Vienna Suite, samfélagssíðu Bolton-manna. „Ég skammast mín ekki fyrir þetta og fel mig ekki fyrir sannleikanum. Ég elska karlmann. Fallegan mann. Fallegan eldri karlmann. Hann heitir Eiður Smári Guðjohnsen.“Eiður Smári í leik gegn Wimbledon.vísir/getty„Hann er orðinn 36 ára gamall og það eru 14 ár síðan hann klæddist síðast Bolton-treyjunni, en ég mun alltaf horfa til baka til þess tíma með bros á vör. Það að við gætum verið að fá hann aftur gleður mig mikið.“ Manning rifjar svo upp feril Eiðs Smára og bendir á að hann hafi spilað fyrir Chelsea, Barcelona, Monaco, Tottenham, Stoke, Fulham, AEK og Cercle Brugge. En Manning fer svo yfir það hvenær hann sá Eið Smára fyrst í búningi Bolton. Þá var Manning 15 ára gamall. „Ég keypti miða á bikarleik Bolton gegn Hull og settist í norður-stúkuna þar sem ég hafði setið tvisvar sinnum áður. Í fyrra skiptið á leik í Evrópukeppni félagsliða gegn Lokomotiv Plodiv og hitt skiptið á leiknum þar sem Eiður spilaði sinn fyrsta leik,“ skrifar Manning. „Ég man eftir litlum og þybbnum ljóshærðum strák koma inn á seint í leiknum og hafa strax áhrif á leikinn með tækni sinni. Ég vissi ekki þá að síðar á árinu 1999 ætti ég eftir að dýrka þennan mann.“ Eftir að fara nánar yfir feril Eiðs Smára hjá Bolton og rifja upp orð leikmanna Bolton um hvernig það hefur verið að æfa með honum skrifar Manning að lokum: „Ég hef alltaf elskað Eið Guðjohnsen. Hann spilaði kannski bara 54 leiki og skoraði 19 mörk, en hann hafði svo mikil áhrif að hann lifir enn í minningu stuðningsmanna Bolton. Það er ekki hægt að segja um marga fyrrverandi leikmenn liðsins nú til dags.“Hér má lesa alla lofræðuna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45
Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30
Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00