Enski boltinn

Lítið skorað í leikjum dagsins

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Viðburðaríkur dagur hjá Austin
Viðburðaríkur dagur hjá Austin Vísir/Getty
Fimm leikir hófust klukkan 3 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og var aðeins skorað í tveimur þeirra.

Tottenham og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli og eins Hull og WBA en QPR skoraði bæði mörkin í nýliðslagnum.

Leroy Fer kom QPR yfir í nýliðaslagnum gegn Burnley á 51. mínútu. Charlie Austin sem lagði upp markið bætti svo sjálfur við markið sextán mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar var Austin rekinn af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Burnley náði ekki að nýta liðsmuninn og vann QPR mikilvægan sigur í fallbaráttunni. QPR er komið úr fallsæti en liðið er með 14 stig í 17. sæti. Burnley er tveimur sætum neðar með 12 stig.


Tengdar fréttir

Frábær fyrri hálfleikur dugði Stoke

Stoke skellti Arsenal 3-2 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kaflaskiptum leik. Stoke var 3-0 yfir í hálfleik.

Markalaust á Anfield

Liverpool og Sunderland gerðu markalaust jafntefli á Anfield í Liverpool í dag í tíðindalitlum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×