Enski boltinn

Markalaust á Anfield

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tekist á
Tekist á Vísir/Getty
Liverpool og Sunderland gerðu markalaust jafntefli á Anfield í Liverpool í dag í tíðindalitlum leik.

Sunderland hóf leikinn vel og var töluvert með boltann framan af. Er leið á leikinn þyngdist sókn Liverpool en það var ekki fyrr en Steven Gerrard kom inn á sem varamaður á 67. mínútu og liðið gerði sig líklegt við mark Sunderland án þess að skapa sér afgerandi færi.

Sunderland fékk bestu færi leiksins en varnarleikur liðsins var mjög sterkur og vel skipulagður og skorti Liverpool hugmyndaauðgi til að brjóta hann á bak aftur.

Liverpool er í 9. sæti með 21 stig í 15 leikjum. Sunderland er með 15 stig í 14. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×