Enski boltinn

Enn tapar Mourinho á St. James Park

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Cisse sáttur með sig og má vera það
Cisse sáttur með sig og má vera það Vísir/Getty
Newcastle varð í dag fyrsta liðið til að leggja Chelsea að velli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þetta tímabilið. Newcastle vann leikinn 2-1 þrátt fyrir þunga sókn Chelsea í lokin.

Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik var það Newcastle sem komst yfir með marki Papiss Cissé á tólftu mínútu seinni hálfleiks. Newcastle fékk besta færi fyrri hálfleiks.

Tólf mínútum fyrir leikslok bætti Cissé öðru marki við en Chelsea fékk svo sannarlega líflínu þremur mínútum síðar þegar Steven Taylor fékk sitt annað gula spjald.

Didier Drogba skoraði eftir sendingu Cesc Fabregas  úr aukaspyrnunni sem dæmd var á Taylor og munurinn aðeins eitt mark þegar sjö mínútur voru til leiksloka.

Herslumuninn vantaði fyrir Chelsea í lokin og fagnaði Newcastle þriðja sigrinum í röð gegn Chelsea á heimavelli. Jose Mourinho þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum á St. James Park.

Chelsea er þó sem fyrr á toppi deildarinnar en Manchester City getur minnkað forystu liðsins seinna í dag niður í þrjú stig.

Upprisa Newcastle heldur áfram en liðið er nú með 23 stig í 7. sæti eftir 15 leiki.

Cisse kemur Newcastle yfir: Cisse bætir við marki: Taylor rekinn útaf og Drogba minnkar muninn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×