Segist saklaus af árás á Stefán Loga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2014 09:38 Daníel Rafn mætir í dómssal í morgun. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. Stefán Logi fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar. Meint árás á að hafa átt sér stað í Ystaseli þann 17. maí 2013. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut tveggja og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Málið verður tekið til aðalmeðferðar þann 12. janúar.Frá vettvangi árásarinnar í Ystaseli.Vísir/DaníelTöldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna.Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess. Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Verjandi Stefáns Loga Sívarssonar segir saksóknara brjóta gegn lögum um meðferð sakamála. 11. desember 2013 17:11 Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. Stefán Logi fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar. Meint árás á að hafa átt sér stað í Ystaseli þann 17. maí 2013. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut tveggja og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Málið verður tekið til aðalmeðferðar þann 12. janúar.Frá vettvangi árásarinnar í Ystaseli.Vísir/DaníelTöldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna.Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess.
Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Verjandi Stefáns Loga Sívarssonar segir saksóknara brjóta gegn lögum um meðferð sakamála. 11. desember 2013 17:11 Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Verjandi Stefáns Loga Sívarssonar segir saksóknara brjóta gegn lögum um meðferð sakamála. 11. desember 2013 17:11
Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59
Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12
Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00
Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15