Innlent

Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu

Vettvangur árásarinnar Árásin átti sér stað í Ystaseli í síðustu viku.
Fréttablaðið/daníel
Vettvangur árásarinnar Árásin átti sér stað í Ystaseli í síðustu viku. Fréttablaðið/daníel

„Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli.

Heimildir Fréttablaðsins herma að mikil ólga sé í undirheimum vegna málsins og að árásarmönnunum hafi ítrekað verið hótað líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti.

Jafnframt að tvívegis hafi einstaklingar reynt að komast að heimili annars árásarmannsins en lögreglan hafi náð að stöðva ferð þeirra í bæði skiptin. Fórnarlambið mun hafa hlotið mikla áverka í andliti þar sem sauma þurfti um 50 spor. Hann mun einnig þurfa að gangast undir aðgerðir til að lagfæra áverka. - hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×