Enski boltinn

Messan: Colback var stórkostlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Colback í baráttu við Eden Hazard í leiknum um helgina.
Colback í baráttu við Eden Hazard í leiknum um helgina. Vísir/Getty
Newcastle vann um helgina Chelsea fyrst liða í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komst liðið upp í sjöunda sæti deildarinnar en Newcastle hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu.

Þeir Gummi Ben, Hjörvar Hafliðason og Ríkharður Daðason fóru yfir leikinn og ekki síst þá miklu varnarvinnu sem leikmenn Newcastle sinntu í leiknum.

„Þeir eru líkamlega sterkir,“ sagði Ríkharður um varnarleik Newcastle en hann hrósaði Jack Colback sérstaklega fyrir hans frammistöðu.

„Hann átti stórkostlegan leik og vann boltann hvað eftir annað. Svo gerði hann einnig fína hluti í sóknarleik Newcastle og átti lykilsendingu í sigurmarkinu.“




Tengdar fréttir

Enn tapar Mourinho á St. James Park

Newcastle varð í dag fyrsta liðið til að leggja Chelsea að velli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þetta tímabilið. Newcastle vann leikinn 2-1 þrátt fyrir þunga sókn Chelsea í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×