Sóðaumræða um heiðursmanninn Einar Sveinsson segir þingmaður Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2014 16:21 Vilhjálmur Bjarnason segir umræðuna í samfélaginu á ákaflega lágu plani, ekki síst þessa sem snýr að Einari Sveinssyni, sem er heiðursmaður að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Bjarnason skrifaði stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu, en hún fylgir hér fyrir neðan. Greinin hefur vakið verulega athygli en þar rís Vilhjálmur til varnar Einari Sveinssyni og umræðu sem hefur staðið vegna tengsla hans við hið svokallaða Borgunarmál, og þá skyldleika hans við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir náði tali af Vilhjálmi þar sem hann var staddur á flugvelli í Frankfurt, hann hafði aldrei lent í öðru eins en hann þurfti í þrígang að fara í gegnum öryggishlið, sem aldrei hafði gerst áður. Honum var ekki skemmt, og skapið lagaðist ekki þegar blaðamaður Vísis bar upp nokkrar spurningar sem vaknað hafa vegna greinar hans.Einar er „gentleman“„Ég er fyrst og fremst að fjalla um samfélagsumræðu, þar sem fyrst og fremst verið að horfa á manninn, eins og það séu engir aðrir þarna í þessu máli, og umræðan er á svo lágu plani að það gersamlega gengur yfir mig. Ef menn halda að ég sé að verja Einar Sveinsson í þessu Borgunarmáli þá er það einföldun. Ég er fyrst og fremst að fjalla um umræðu í samfélaginu.“Já, þú segir að hann sé gentleman... „Jájá, ég hef aldrei reynt hann að öðru. Þetta er bara sá maður sem ég þekki. En svo eru menn með allskonar glósur. Föðurbróðir Bjarna ... af hverju fjalla menn ekki um þetta félag sjálft. Þetta hefur enga dýpri merkingu en stendur í þeim orðum sem skrifuð eru.“Skortur á mannasiðumEn, getur ekki komið upp sú staða, aðstæður eða tengingar sem viðkomandi ræður engu um, sem þýða að jafnvel vel vandaður og vammlaus maður teljist vanhæfur, ef þannig má að orði komast eða það sé óeðlilegt að hann stundi einhver tiltekin viðskipti? „Um vanhæfi er ekki að ræða í þessu máli. Menn skulu nota réttu orðin. Það er eins og það sé heimilt að nota hvaða orðfæri sem er í þessari svokölluðu umræðu í dag. Það er aldrei rætt málefnalega um mál heldur fyrst og fremst verið að skrifa um þennan mann en ekki það sem er undirliggjandi í málinu.“Eru þessar tengingar ekki óheppilegar; bjóða þær ekki eðlilega heim tortryggni, án þess að það feli í sér persónulegar ávirðingar? „Það sem mér finnst fyrst og fremst óheppilegt, skulum við segja, er að það eru einhverjir útvaldir starfsmenn í einhverju fjármálafyrirtæki sem eru að kaupa. Svo fá þeir einhverja til liðs við sig. Það er spurningin sem ég set. Punktur. Svo kemur Einar þarna... þá er þetta fyrst orðið skemmtilegt þegar hann er að kaupa. Það spyr enginn um aðkomu þessara starfsmanna, fá þeir lánað í banka fyrir þessu og hvaða áhrif hefur þá eigið fé þess banka samkvæmt nýjum reglum. Það getur vel verið að fjölmiðlamenn þekki ekki þær reglur og þetta sé of flókið. Eins og ég segi, þessi umræðu... hvað á maður að kalla það, þessi gæði umræðunnar, það er það sem ég er að fjalla um. Ekkert annað. Sóða-umræða! Skortur á mannasiðum.“Spurningin hvort Einar hafi stutt framboð Vilhjálms fer ekki vel í þingmanninn. Nema síður sé.Hvað með alla hina?En, það sem menn velta fyrir sér hvort þetta geti ekki talist óheppileg staða. Er þetta ekki næsti bær við innherjaupplýsingar? Eða, að þar gæti leikið vafi þar á um? „Bíddu, af hverju er það eitthvað frekar hjá honum en einhverjum öðrum. Ég veit það ekki. Ég er að fjalla um Einar Sveinsson og umræðuna um hann. Ekkert annað. En þú virðist ekki geta komist út úr því að þá loksins koma upp einhverjar annarlegar hvatir þegar Einar Sveinsson er kominn að málinu?“Neinei, ég bara spyr... „Málið er að í þessu landi þá þykir það mjög eðlilegt að kasta skít og drullu yfir fólk. En svo þegar einhver kemur til varnar, er hann tekinn næstur í einelti.“Menn lagðir í eineltiÞá ert þú næstur tekinn í einelti? „Já, ætli það ekki. Þetta er eins og í fátækrahverfum þar sem einhver kemur einhverjum til bjargar, þar sem verið er að berja á honum, þá er hann bara tekinn næstur.“Einhvers staðar sá ég það fljúga fyrir að Einar hafi stutt þitt framboð fjárhagslega... „Stutt mitt framboð fjárhagslega?!“ grípur Vilhjálmur inní, eins og oftar í þessu viðtali, og nú er ekki frítt við að það fjúki í þingmanninn. „Ha? Það er eitthvað nýtt. Bíddu. Ég skilaði skýrslu til ríkisendurskoðunar. Og þar kemur fram að ekki nokkur studdi mitt framboð. Ég borgaði þetta allt sjálfur,“ segir Vilhjálmur og upplýsir að framboð sitt í prófkjöri hafi kostað 122 þúsund og þrjár krónur í viðbót. Og hann kann að sundurliða það nokkuð nákvæmlega. „Á ég kannski að setja bensínkostnað þarna inn líka? Nei, ég borgaði þetta allt sjálfur. Þarna sérðu á hvaða plan umræðan er komin. Þá er Einar farinn að styðja mig fjárhagslega og þá er hjólað í mig! Er ég ekki búinn að segja allt sem ég þarf að segja?“Einar borgaði ekki námslán VilhjálmsPunkturinn er sem sagt sá að Hafa fjölmiðlar hafa að þínu mati farið fram úr sér í umfjöllun um málið og umræðan sem í kjölfarið hefur fylgt er sóðaleg? „Já, hún er sóðaleg. Og fer eftir þessu mynstri sem ég er að lýsa. Það studdi mig ekki nokkur maður. Ég leitaði ekki eftir stuðningi hjá nokkrum manni. Það voru þrenn hjón sem buðu mér aðstoð ef ég þyrfti á að halda en ég sagðist sennilega sleppa með þetta. Ég hef aldrei þegið fjárhagsaðstoð frá nokkrum síðan ég var barn. Ég var fjárhagslega sjálfstæður frá því tveimur dögum áður en ég varð 14 ára. Fyllilega frá því daginn eftir að ég fermdist. Síðan þá hef ég verið í launaðri vinnu. Nokkurn veginn. Ég hef að vísu tekið námslán. En, Einar Sveinsson ábyrgðist þau ekki og þaðan af síður að hann hafi borgað þau. Mér finnst þetta hegðunarmynstur bara helvíti skemmtilegt.“Menn skulu vanda sig í umræðunniJá, eins og ég segi, ég bara spurði... „Þú gerðir nú meira. Þú eltir aðeins. En, fari menn offari og hamförum vegna svo lítilfjörlegrar greinar, þá segir greinin bara það að menn skulu fara að vanda sig í umræðu í þessu landi. Og fjalla málefnalega um hluti en ekki út frá persónum sem aldrei hafa gert nokkrum manni mein.“Þú talar um fjölmiðla í greininni, sérstaklega einn ónefndan. Hver er sá fjölmiðill? „Það er best að hver taki það til sín eins og hann þarf. Það stendur ekkert meira í greininni en í henni stendur. Ef ég er að gefa eitthvað í skyn, þá því miður, og einhverjir taka það til sín sem eiga ekki, verður svo að vera. Það er greinilegt að einhver þarna á meira skilið en aðrir.“Grein VilhjálmsTil varnar Einari SveinssyniEftir miðja síðustu öld ólst margt fólk upp umhverfis Klambratún, þar sem enn var rekinn búskapur. Aðskilnaður milli hverfa var þó mikill, því Miklabraut og Langahlíð skildu að hverfi. Höfundur þessarar greinar var á eina hlið en Einar Sveinsson á aðra hlið. Við kynntumst því ekki vegna umferðar.Fyrir réttum 30 árum kynntist ég þessum heiðursmanni. Heiðursmaður lesist á ensku: gentleman!Ég hef aldrei staðið hann að öðru en að vera sannur heiðursmaður sem stendur við orð sín, en segir þó meiningu sína, stundum nokkuð ákveðinn.Það tekur mig sárt að lesa í blaði sem vill láta taka sig alvarlega þegar þessi heiðursmaður er ataður auri fyrir það eitt að vilja taka þátt í atvinnulífi. Stundum til að koma höggi á frænda hans.Um langt árabil hafa einstaklingar verið hvattir til slíkrar þátttöku á eigin áhættu. Einar Sveinsson var fenginn til að koma að kaupum á hlut í greiðslukortafyrirtæki, sem Landsbanki vildi selja. Þar er formaður bankaráðs Tryggvi Pálsson, sem ég hef þekkt í 40 ár. Hann er líka heiðursmaður. Ég treysti dómgreind hans.Á sama veg kemur Einar Sveinsson að stofnun iðnfyrirtækis, sem gerður hefur verið fjárfestingasamningur við, án aðkomu Einars. Nokkur önnur fyrirtæki ganga til framkvæmda á grundvelli svipaðra samninga.Í hvorugu tilvika átti Einar Sveinsson nokkurt frumkvæði. Frumkvæði getur þó vart verið glæpur.Það sem mér hefur helst sviðið er að Einar hefur á liðnum árum látið það yfir sig ganga ósvarað þegar að honum hefur verið vegið í fjölmiðlum með dylgjum og hreinum uppspuna. Hann og Birna, hans góða kona, hafa látið margt gott af sér leiða án þess að bera það á torg í fjölmiðlum.Ég óska þess að umfjöllun um menn eins og Einar Sveinsson og aðra slíka í íslensku samfélagi sem eru áberandi, verði málefnaleg. Á það hefur skort í umfjöllun í sumum fjölmiðlum á liðnum árum. Einn fjölmiðill má sérstaklega taka það til sín. Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason skrifaði stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu, en hún fylgir hér fyrir neðan. Greinin hefur vakið verulega athygli en þar rís Vilhjálmur til varnar Einari Sveinssyni og umræðu sem hefur staðið vegna tengsla hans við hið svokallaða Borgunarmál, og þá skyldleika hans við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir náði tali af Vilhjálmi þar sem hann var staddur á flugvelli í Frankfurt, hann hafði aldrei lent í öðru eins en hann þurfti í þrígang að fara í gegnum öryggishlið, sem aldrei hafði gerst áður. Honum var ekki skemmt, og skapið lagaðist ekki þegar blaðamaður Vísis bar upp nokkrar spurningar sem vaknað hafa vegna greinar hans.Einar er „gentleman“„Ég er fyrst og fremst að fjalla um samfélagsumræðu, þar sem fyrst og fremst verið að horfa á manninn, eins og það séu engir aðrir þarna í þessu máli, og umræðan er á svo lágu plani að það gersamlega gengur yfir mig. Ef menn halda að ég sé að verja Einar Sveinsson í þessu Borgunarmáli þá er það einföldun. Ég er fyrst og fremst að fjalla um umræðu í samfélaginu.“Já, þú segir að hann sé gentleman... „Jájá, ég hef aldrei reynt hann að öðru. Þetta er bara sá maður sem ég þekki. En svo eru menn með allskonar glósur. Föðurbróðir Bjarna ... af hverju fjalla menn ekki um þetta félag sjálft. Þetta hefur enga dýpri merkingu en stendur í þeim orðum sem skrifuð eru.“Skortur á mannasiðumEn, getur ekki komið upp sú staða, aðstæður eða tengingar sem viðkomandi ræður engu um, sem þýða að jafnvel vel vandaður og vammlaus maður teljist vanhæfur, ef þannig má að orði komast eða það sé óeðlilegt að hann stundi einhver tiltekin viðskipti? „Um vanhæfi er ekki að ræða í þessu máli. Menn skulu nota réttu orðin. Það er eins og það sé heimilt að nota hvaða orðfæri sem er í þessari svokölluðu umræðu í dag. Það er aldrei rætt málefnalega um mál heldur fyrst og fremst verið að skrifa um þennan mann en ekki það sem er undirliggjandi í málinu.“Eru þessar tengingar ekki óheppilegar; bjóða þær ekki eðlilega heim tortryggni, án þess að það feli í sér persónulegar ávirðingar? „Það sem mér finnst fyrst og fremst óheppilegt, skulum við segja, er að það eru einhverjir útvaldir starfsmenn í einhverju fjármálafyrirtæki sem eru að kaupa. Svo fá þeir einhverja til liðs við sig. Það er spurningin sem ég set. Punktur. Svo kemur Einar þarna... þá er þetta fyrst orðið skemmtilegt þegar hann er að kaupa. Það spyr enginn um aðkomu þessara starfsmanna, fá þeir lánað í banka fyrir þessu og hvaða áhrif hefur þá eigið fé þess banka samkvæmt nýjum reglum. Það getur vel verið að fjölmiðlamenn þekki ekki þær reglur og þetta sé of flókið. Eins og ég segi, þessi umræðu... hvað á maður að kalla það, þessi gæði umræðunnar, það er það sem ég er að fjalla um. Ekkert annað. Sóða-umræða! Skortur á mannasiðum.“Spurningin hvort Einar hafi stutt framboð Vilhjálms fer ekki vel í þingmanninn. Nema síður sé.Hvað með alla hina?En, það sem menn velta fyrir sér hvort þetta geti ekki talist óheppileg staða. Er þetta ekki næsti bær við innherjaupplýsingar? Eða, að þar gæti leikið vafi þar á um? „Bíddu, af hverju er það eitthvað frekar hjá honum en einhverjum öðrum. Ég veit það ekki. Ég er að fjalla um Einar Sveinsson og umræðuna um hann. Ekkert annað. En þú virðist ekki geta komist út úr því að þá loksins koma upp einhverjar annarlegar hvatir þegar Einar Sveinsson er kominn að málinu?“Neinei, ég bara spyr... „Málið er að í þessu landi þá þykir það mjög eðlilegt að kasta skít og drullu yfir fólk. En svo þegar einhver kemur til varnar, er hann tekinn næstur í einelti.“Menn lagðir í eineltiÞá ert þú næstur tekinn í einelti? „Já, ætli það ekki. Þetta er eins og í fátækrahverfum þar sem einhver kemur einhverjum til bjargar, þar sem verið er að berja á honum, þá er hann bara tekinn næstur.“Einhvers staðar sá ég það fljúga fyrir að Einar hafi stutt þitt framboð fjárhagslega... „Stutt mitt framboð fjárhagslega?!“ grípur Vilhjálmur inní, eins og oftar í þessu viðtali, og nú er ekki frítt við að það fjúki í þingmanninn. „Ha? Það er eitthvað nýtt. Bíddu. Ég skilaði skýrslu til ríkisendurskoðunar. Og þar kemur fram að ekki nokkur studdi mitt framboð. Ég borgaði þetta allt sjálfur,“ segir Vilhjálmur og upplýsir að framboð sitt í prófkjöri hafi kostað 122 þúsund og þrjár krónur í viðbót. Og hann kann að sundurliða það nokkuð nákvæmlega. „Á ég kannski að setja bensínkostnað þarna inn líka? Nei, ég borgaði þetta allt sjálfur. Þarna sérðu á hvaða plan umræðan er komin. Þá er Einar farinn að styðja mig fjárhagslega og þá er hjólað í mig! Er ég ekki búinn að segja allt sem ég þarf að segja?“Einar borgaði ekki námslán VilhjálmsPunkturinn er sem sagt sá að Hafa fjölmiðlar hafa að þínu mati farið fram úr sér í umfjöllun um málið og umræðan sem í kjölfarið hefur fylgt er sóðaleg? „Já, hún er sóðaleg. Og fer eftir þessu mynstri sem ég er að lýsa. Það studdi mig ekki nokkur maður. Ég leitaði ekki eftir stuðningi hjá nokkrum manni. Það voru þrenn hjón sem buðu mér aðstoð ef ég þyrfti á að halda en ég sagðist sennilega sleppa með þetta. Ég hef aldrei þegið fjárhagsaðstoð frá nokkrum síðan ég var barn. Ég var fjárhagslega sjálfstæður frá því tveimur dögum áður en ég varð 14 ára. Fyllilega frá því daginn eftir að ég fermdist. Síðan þá hef ég verið í launaðri vinnu. Nokkurn veginn. Ég hef að vísu tekið námslán. En, Einar Sveinsson ábyrgðist þau ekki og þaðan af síður að hann hafi borgað þau. Mér finnst þetta hegðunarmynstur bara helvíti skemmtilegt.“Menn skulu vanda sig í umræðunniJá, eins og ég segi, ég bara spurði... „Þú gerðir nú meira. Þú eltir aðeins. En, fari menn offari og hamförum vegna svo lítilfjörlegrar greinar, þá segir greinin bara það að menn skulu fara að vanda sig í umræðu í þessu landi. Og fjalla málefnalega um hluti en ekki út frá persónum sem aldrei hafa gert nokkrum manni mein.“Þú talar um fjölmiðla í greininni, sérstaklega einn ónefndan. Hver er sá fjölmiðill? „Það er best að hver taki það til sín eins og hann þarf. Það stendur ekkert meira í greininni en í henni stendur. Ef ég er að gefa eitthvað í skyn, þá því miður, og einhverjir taka það til sín sem eiga ekki, verður svo að vera. Það er greinilegt að einhver þarna á meira skilið en aðrir.“Grein VilhjálmsTil varnar Einari SveinssyniEftir miðja síðustu öld ólst margt fólk upp umhverfis Klambratún, þar sem enn var rekinn búskapur. Aðskilnaður milli hverfa var þó mikill, því Miklabraut og Langahlíð skildu að hverfi. Höfundur þessarar greinar var á eina hlið en Einar Sveinsson á aðra hlið. Við kynntumst því ekki vegna umferðar.Fyrir réttum 30 árum kynntist ég þessum heiðursmanni. Heiðursmaður lesist á ensku: gentleman!Ég hef aldrei staðið hann að öðru en að vera sannur heiðursmaður sem stendur við orð sín, en segir þó meiningu sína, stundum nokkuð ákveðinn.Það tekur mig sárt að lesa í blaði sem vill láta taka sig alvarlega þegar þessi heiðursmaður er ataður auri fyrir það eitt að vilja taka þátt í atvinnulífi. Stundum til að koma höggi á frænda hans.Um langt árabil hafa einstaklingar verið hvattir til slíkrar þátttöku á eigin áhættu. Einar Sveinsson var fenginn til að koma að kaupum á hlut í greiðslukortafyrirtæki, sem Landsbanki vildi selja. Þar er formaður bankaráðs Tryggvi Pálsson, sem ég hef þekkt í 40 ár. Hann er líka heiðursmaður. Ég treysti dómgreind hans.Á sama veg kemur Einar Sveinsson að stofnun iðnfyrirtækis, sem gerður hefur verið fjárfestingasamningur við, án aðkomu Einars. Nokkur önnur fyrirtæki ganga til framkvæmda á grundvelli svipaðra samninga.Í hvorugu tilvika átti Einar Sveinsson nokkurt frumkvæði. Frumkvæði getur þó vart verið glæpur.Það sem mér hefur helst sviðið er að Einar hefur á liðnum árum látið það yfir sig ganga ósvarað þegar að honum hefur verið vegið í fjölmiðlum með dylgjum og hreinum uppspuna. Hann og Birna, hans góða kona, hafa látið margt gott af sér leiða án þess að bera það á torg í fjölmiðlum.Ég óska þess að umfjöllun um menn eins og Einar Sveinsson og aðra slíka í íslensku samfélagi sem eru áberandi, verði málefnaleg. Á það hefur skort í umfjöllun í sumum fjölmiðlum á liðnum árum. Einn fjölmiðill má sérstaklega taka það til sín.
Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15