Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 12:07 Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun. Borgunarmálið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun.
Borgunarmálið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira