Skurðstofurnar nánast lokast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2014 20:30 Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Vísir/Getty Skurðstofur Landspítalans nánast lokast í byrjun næsta árs ef ekki tekst að semja við lækna í kjaradeilu þeirra. Aðeins verða framkvæmdar aðgerðir einn dag í viku. Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Ljóst er að aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans og hvað mest á skurðdeildirnar. „Þegar við ekki höfum ekki svæfingalækna, en þeir eru á öðrum vikum en við, þá getum við ekki gert aðgerðir. Þegar það er ekki rannsóknarstofan þá getum við ekki gert aðgerðir og þegar ekki eru deildarlæknar hjá okkur þá getum við ekki gert aðgerðir. Þannig að eftir áramótin frá 5. janúar verða í raun engar aðgerðir gerðar nema á föstudögum. Það falla niður allar aðgerðir, alla daga, annars í vikunni. Allar vikur,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands. Helgi Kjartan segir verkfallsaðgerðir lækna koma til með að hafa töluverð áhrif. „Við erum náttúrulega langt á eftir á almennu skurðdeildinni þar sem ég starfa þar er biðlistinn okkar um fimm hundruð manns á lista. Það eru níu hundruð á bæklunarskurðdeild. Þegar það falla niður aðgerðir heilar vikur þá hleðst náttúrulega þetta upp,“ segir Helgi Kjartan. Hann telur að það geti tekið marga mánuði að vinna niður biðlista eftir aðgerðum. Hann leggur þó áherslu á að öllum bráðatilfellum verði sinnt. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á spítalann. Hann segir ef af verði hafi þær gríðarleg áhrif á skurðdeildir spítalans. „Nánast loka skurðstofustarfseminni ef að það yrði. Við skulum hafa það í huga að það hefur þegar þurft að fresta hátt í fimm hundruð skurðaðgerðum. Það er ljóst að ástandið gerir ekkert annað en að versna,“ segir Ólafur. Fundi samninganefndar skurðlækna með samninganefnd ríkisins lauk án árangurs í dag og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Skurðstofur Landspítalans nánast lokast í byrjun næsta árs ef ekki tekst að semja við lækna í kjaradeilu þeirra. Aðeins verða framkvæmdar aðgerðir einn dag í viku. Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Ljóst er að aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans og hvað mest á skurðdeildirnar. „Þegar við ekki höfum ekki svæfingalækna, en þeir eru á öðrum vikum en við, þá getum við ekki gert aðgerðir. Þegar það er ekki rannsóknarstofan þá getum við ekki gert aðgerðir og þegar ekki eru deildarlæknar hjá okkur þá getum við ekki gert aðgerðir. Þannig að eftir áramótin frá 5. janúar verða í raun engar aðgerðir gerðar nema á föstudögum. Það falla niður allar aðgerðir, alla daga, annars í vikunni. Allar vikur,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands. Helgi Kjartan segir verkfallsaðgerðir lækna koma til með að hafa töluverð áhrif. „Við erum náttúrulega langt á eftir á almennu skurðdeildinni þar sem ég starfa þar er biðlistinn okkar um fimm hundruð manns á lista. Það eru níu hundruð á bæklunarskurðdeild. Þegar það falla niður aðgerðir heilar vikur þá hleðst náttúrulega þetta upp,“ segir Helgi Kjartan. Hann telur að það geti tekið marga mánuði að vinna niður biðlista eftir aðgerðum. Hann leggur þó áherslu á að öllum bráðatilfellum verði sinnt. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á spítalann. Hann segir ef af verði hafi þær gríðarleg áhrif á skurðdeildir spítalans. „Nánast loka skurðstofustarfseminni ef að það yrði. Við skulum hafa það í huga að það hefur þegar þurft að fresta hátt í fimm hundruð skurðaðgerðum. Það er ljóst að ástandið gerir ekkert annað en að versna,“ segir Ólafur. Fundi samninganefndar skurðlækna með samninganefnd ríkisins lauk án árangurs í dag og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira