Skurðstofurnar nánast lokast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2014 20:30 Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Vísir/Getty Skurðstofur Landspítalans nánast lokast í byrjun næsta árs ef ekki tekst að semja við lækna í kjaradeilu þeirra. Aðeins verða framkvæmdar aðgerðir einn dag í viku. Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Ljóst er að aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans og hvað mest á skurðdeildirnar. „Þegar við ekki höfum ekki svæfingalækna, en þeir eru á öðrum vikum en við, þá getum við ekki gert aðgerðir. Þegar það er ekki rannsóknarstofan þá getum við ekki gert aðgerðir og þegar ekki eru deildarlæknar hjá okkur þá getum við ekki gert aðgerðir. Þannig að eftir áramótin frá 5. janúar verða í raun engar aðgerðir gerðar nema á föstudögum. Það falla niður allar aðgerðir, alla daga, annars í vikunni. Allar vikur,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands. Helgi Kjartan segir verkfallsaðgerðir lækna koma til með að hafa töluverð áhrif. „Við erum náttúrulega langt á eftir á almennu skurðdeildinni þar sem ég starfa þar er biðlistinn okkar um fimm hundruð manns á lista. Það eru níu hundruð á bæklunarskurðdeild. Þegar það falla niður aðgerðir heilar vikur þá hleðst náttúrulega þetta upp,“ segir Helgi Kjartan. Hann telur að það geti tekið marga mánuði að vinna niður biðlista eftir aðgerðum. Hann leggur þó áherslu á að öllum bráðatilfellum verði sinnt. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á spítalann. Hann segir ef af verði hafi þær gríðarleg áhrif á skurðdeildir spítalans. „Nánast loka skurðstofustarfseminni ef að það yrði. Við skulum hafa það í huga að það hefur þegar þurft að fresta hátt í fimm hundruð skurðaðgerðum. Það er ljóst að ástandið gerir ekkert annað en að versna,“ segir Ólafur. Fundi samninganefndar skurðlækna með samninganefnd ríkisins lauk án árangurs í dag og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Skurðstofur Landspítalans nánast lokast í byrjun næsta árs ef ekki tekst að semja við lækna í kjaradeilu þeirra. Aðeins verða framkvæmdar aðgerðir einn dag í viku. Bæði almennir læknar og skurðlæknar hafa nú samþykkt að herða verulega verkfallsaðgerðir sínar eftir áramótin. Ljóst er að aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans og hvað mest á skurðdeildirnar. „Þegar við ekki höfum ekki svæfingalækna, en þeir eru á öðrum vikum en við, þá getum við ekki gert aðgerðir. Þegar það er ekki rannsóknarstofan þá getum við ekki gert aðgerðir og þegar ekki eru deildarlæknar hjá okkur þá getum við ekki gert aðgerðir. Þannig að eftir áramótin frá 5. janúar verða í raun engar aðgerðir gerðar nema á föstudögum. Það falla niður allar aðgerðir, alla daga, annars í vikunni. Allar vikur,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands. Helgi Kjartan segir verkfallsaðgerðir lækna koma til með að hafa töluverð áhrif. „Við erum náttúrulega langt á eftir á almennu skurðdeildinni þar sem ég starfa þar er biðlistinn okkar um fimm hundruð manns á lista. Það eru níu hundruð á bæklunarskurðdeild. Þegar það falla niður aðgerðir heilar vikur þá hleðst náttúrulega þetta upp,“ segir Helgi Kjartan. Hann telur að það geti tekið marga mánuði að vinna niður biðlista eftir aðgerðum. Hann leggur þó áherslu á að öllum bráðatilfellum verði sinnt. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á spítalann. Hann segir ef af verði hafi þær gríðarleg áhrif á skurðdeildir spítalans. „Nánast loka skurðstofustarfseminni ef að það yrði. Við skulum hafa það í huga að það hefur þegar þurft að fresta hátt í fimm hundruð skurðaðgerðum. Það er ljóst að ástandið gerir ekkert annað en að versna,“ segir Ólafur. Fundi samninganefndar skurðlækna með samninganefnd ríkisins lauk án árangurs í dag og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira