Innlent

Snýst í suðvestan átt innan skamms

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það verður ekkert ferðaveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í kvöld.
Það verður ekkert ferðaveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í kvöld. visir/vilhelm
Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. Í dag hefur blásið úr suðaustri en er veðrið skellur aftur á mun vera skollin á suðvestan átt með kólnandi veðri, krapa og éljum.

Það mun bresta á með hvelli á Suðurnesjum og Sunnanlands áður en veðrið gengur yfir Vesturland og Vestfirði í nótt. Má búast við ofsaveðri á sumum stöðum en þá nær meðalvindstyrkur allt að 30 m/s.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur beðið fólk um að bíða vinsamlegast með ferðalög þar til vind lægir. Einnig er biðlað til fólks að huga að lausamunum og koma í veg fyrir að þeir takist á loft með tilheyrandi hættu.

Hvernig ert þú að undirbúa þig fyrir veðurofsann? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×