Innlent

Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kortið er ágætt fyrir þá sem eru ævintýragjarnir en þora ekki út úr húsi.
Kortið er ágætt fyrir þá sem eru ævintýragjarnir en þora ekki út úr húsi. mynd/earth nullschool
Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að í dag og á morgun mun lognið vera að flýta sér. Veðurstofan hefur varað við vatnavöxtum og vindhviðum við fjöll á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi. 

Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að fylgjast með veðrinu. Einn möguleiki er að skoða það út um gluggann en annar er að skoða gagnvirkt vindakort af heiminum.

Kosturinn við kortið er sá að þú ert ekki eingöngu bundinn við Ísland heldur er jafnframt hægt að fá veðurofsann á Suðurskautslandinu og lægðir á Kyrrahafinu beint í æð.


earth

Tengdar fréttir

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×