Enn pattstaða eftir 42 fundi á 5 mánuðum Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 vísir Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira