Enn pattstaða eftir 42 fundi á 5 mánuðum Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 vísir Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira