Félagi í Outlaws fær bætur frá íslenska ríkinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 12:10 Maðurinn var grunaður um að skipuleggja árásir á lögreglumenn en málið var fellt niður. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða meðlimi í vélhjólasamtökunum Outlaws 350.000 krónur í skaðabætur á grundvelli þess að mál gegn honum var fellt niður og rannsókn þess hætt án þess að ákæra væri gefin út. Maðurinn var handtekinn þann 3. október 2012, ásamt 15 öðrum, í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Outlaws. Hann sat í gæsluvarðhaldi í viku, grunaður um að hafa lagt á ráðin og skipulagt, ásamt félögum sínum í Outlawas, árás á heimili lögregluþjóna sem höfðu tekið þátt í húsleit í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í september 2012. Lögreglan stöðvaði bifreið sem maðurinn var farþegi í ásamt ökumanni og einum öðrum farþega þann 2. október 2012. Í bílnum fannst miði með númerum ómerkta lögreglubíla. Ökumaður bílsins sagði miðann vera frá manninum og að þau væru að keyra um til að kanna hvar lögreglumenn byggju, samkvæmt fyrirmælum hans. Fyrir dómi neitaði maðurinn því staðfastlega að hafa útbúið miðann og sagt ökumanninum að keyra um til að athuga hvar lögreglumenn byggju. Gegn neitun hans var því ekki talið sannað að hann hafi stuðlað að því sem hann var grunaður um. Voru honum því dæmdar bætur á grundvelli þess og að mál hans hafi verið fellt niður.Ein umfangsmesta aðgerð lögreglu Aðgerðir lögreglu í október 2012 þegar maðurinn var handtekinn voru með þeim umfangsmestu sem lögreglan hafði farið í. Gríðarlega fjölmennt lögreglulið réðst til inngöngu á sjö stöðum, meðal annars í félagsheimili Outlaws. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimili þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Flestir voru þeir meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og höfðu komið við sögu lögreglu áður. Við leit lögreglu var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Á annan tug manna handteknir í Hafnarfirði Á annan tug manna voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglunnar í Árnessýslu gegn vélhjólagenginu Outlaws, en einstaklingarnir voru handteknir í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og víðar. 4. október 2012 00:01 Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum. 4. október 2012 07:11 Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn "Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. 5. október 2012 15:51 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. 18. september 2012 17:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða meðlimi í vélhjólasamtökunum Outlaws 350.000 krónur í skaðabætur á grundvelli þess að mál gegn honum var fellt niður og rannsókn þess hætt án þess að ákæra væri gefin út. Maðurinn var handtekinn þann 3. október 2012, ásamt 15 öðrum, í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Outlaws. Hann sat í gæsluvarðhaldi í viku, grunaður um að hafa lagt á ráðin og skipulagt, ásamt félögum sínum í Outlawas, árás á heimili lögregluþjóna sem höfðu tekið þátt í húsleit í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í september 2012. Lögreglan stöðvaði bifreið sem maðurinn var farþegi í ásamt ökumanni og einum öðrum farþega þann 2. október 2012. Í bílnum fannst miði með númerum ómerkta lögreglubíla. Ökumaður bílsins sagði miðann vera frá manninum og að þau væru að keyra um til að kanna hvar lögreglumenn byggju, samkvæmt fyrirmælum hans. Fyrir dómi neitaði maðurinn því staðfastlega að hafa útbúið miðann og sagt ökumanninum að keyra um til að athuga hvar lögreglumenn byggju. Gegn neitun hans var því ekki talið sannað að hann hafi stuðlað að því sem hann var grunaður um. Voru honum því dæmdar bætur á grundvelli þess og að mál hans hafi verið fellt niður.Ein umfangsmesta aðgerð lögreglu Aðgerðir lögreglu í október 2012 þegar maðurinn var handtekinn voru með þeim umfangsmestu sem lögreglan hafði farið í. Gríðarlega fjölmennt lögreglulið réðst til inngöngu á sjö stöðum, meðal annars í félagsheimili Outlaws. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimili þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Flestir voru þeir meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og höfðu komið við sögu lögreglu áður. Við leit lögreglu var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn.
Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Á annan tug manna handteknir í Hafnarfirði Á annan tug manna voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglunnar í Árnessýslu gegn vélhjólagenginu Outlaws, en einstaklingarnir voru handteknir í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og víðar. 4. október 2012 00:01 Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum. 4. október 2012 07:11 Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn "Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. 5. október 2012 15:51 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. 18. september 2012 17:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03
Á annan tug manna handteknir í Hafnarfirði Á annan tug manna voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglunnar í Árnessýslu gegn vélhjólagenginu Outlaws, en einstaklingarnir voru handteknir í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og víðar. 4. október 2012 00:01
Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum. 4. október 2012 07:11
Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn "Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. 5. október 2012 15:51
Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01
Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. 18. september 2012 17:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði