Innlent

Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann

Víðir Þorgeirsson leiddur fyrir dómara í gær
Víðir Þorgeirsson leiddur fyrir dómara í gær
Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru.

Dómari úrskuðaði tvo karlmenn og eina konu í gæsluvarðhald vegna málsins í gærkvöld, en ekki var fallist á að úrskurða forsprakka Outlaws, Víði Þorgeirsson í gæsluvarðhald vegna meintrar aðildar hans að málinu. Samkvæmt heimildum Vísis tengist konan, sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald, ekki Outlaws með beinum hætti.

Víðir hafnaði alfarið ásökunum um að fyrirhuguð árás tengist klúbbnum í viðtali við RÚV sem birtist í hádeginu. Aðspurður að því á hverju gæsluvarðhaldskrafan var byggð svaraði Víðir: „Bara einhverju rugli sem að þeir ætluðu að reyna að koma okkur inn fyrir."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×