Innlent

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsprakki samtakanna leiddur fyrir dómara.
Forsprakki samtakanna leiddur fyrir dómara.
Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Einn þeirra sem krafist var gæsluvarðhalds yfir er Víðir Þorgeirsson, forsprakki samtakanna, og dæmdur fíkniefnasmyglari.

Þremenningarnir voru handteknir í gærkvöld í tengslum við aðgerðir lögreglunnar gegn vélhjólagenginu Outlaws. Lögð var fram krafa um gæsluvarðhald yfir einum karli til viðbótar en dómari tók sér frest til morguns til að taka afstöðu til kröfunnar. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að níu aðrir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknarinnar en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi.

Aðgerðirnar í gærkvöld voru nokkuð umfangsmiklar en að þeim stóðu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, lögreglan á Suðurnesjum og lögreglan í Árnessýslu. Embættin nutu jafnframt aðstoðar starfsmanna tollgæslunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×