Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2012 15:51 Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna. „Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. „Mér er enn meira brugðið að þetta virðist hafa átt að beinast gegn fjölskyldu, mökum og börnum," segir Snorri Magnússon í samtali við Vísi. „Þetta sýnir enn og aftur hversu mikið þjóðfélagslegt mein þetta er," segir Snorri og bætir því við að það sé mikilvægt að allir taki höndum saman um að uppræta slík glæpasamtök. Snorri segist árum saman hafa bent á atriði sem þyrfti að laga. „Það þarf að fjölga lögreglumönnum, það þarf að efla heimildir lögreglu til forvirkra rannsóknaraðgerða, eins og margítrekað hefur komið fram. Og það þarf að efla varnarviðbúnað lögreglu og þetta kostar allt peninga," segir Snorri Magnússon. Snorri segir að vert sé að horfa til skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um ástandið sem var þar. „Þar töldu menn að hlutirnir væru í mjög góðum gír og góðu lagi. En svo reyndist alls ekki vera," segir Snorri. „Þar kom það sama til, niðurskurður til löggæslumála, of fáir lögreglumenn og fleira og fleira," bætir Snorri við. Hann bendir að lokum á að málið snerti ekki einungis öryggi lögreglumanna heldur líka almennings. Fram hafi komið að lögreglumenn í Árnessýslu séu til dæmis farnir að þurfa að velja á milli útkalla vegna þess hversu fáliðaðir þeir eru. Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. „Mér er enn meira brugðið að þetta virðist hafa átt að beinast gegn fjölskyldu, mökum og börnum," segir Snorri Magnússon í samtali við Vísi. „Þetta sýnir enn og aftur hversu mikið þjóðfélagslegt mein þetta er," segir Snorri og bætir því við að það sé mikilvægt að allir taki höndum saman um að uppræta slík glæpasamtök. Snorri segist árum saman hafa bent á atriði sem þyrfti að laga. „Það þarf að fjölga lögreglumönnum, það þarf að efla heimildir lögreglu til forvirkra rannsóknaraðgerða, eins og margítrekað hefur komið fram. Og það þarf að efla varnarviðbúnað lögreglu og þetta kostar allt peninga," segir Snorri Magnússon. Snorri segir að vert sé að horfa til skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um ástandið sem var þar. „Þar töldu menn að hlutirnir væru í mjög góðum gír og góðu lagi. En svo reyndist alls ekki vera," segir Snorri. „Þar kom það sama til, niðurskurður til löggæslumála, of fáir lögreglumenn og fleira og fleira," bætir Snorri við. Hann bendir að lokum á að málið snerti ekki einungis öryggi lögreglumanna heldur líka almennings. Fram hafi komið að lögreglumenn í Árnessýslu séu til dæmis farnir að þurfa að velja á milli útkalla vegna þess hversu fáliðaðir þeir eru.
Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03
Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30
Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01