Innlent

Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum

Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum.

Á áttunda tug löggæslumanna frá embættum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra, lögreglunni í Árnessýslu og á Suðurnesjum, auk manna og fíkniefnahundar frá Tollgæslunni tóku þátt í aðgerðinni, sem beindist gegn vélhjólagenginu Outlaws.

Gerð var húsleit í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og á ýmsum stöðum í Reykjavík, á Suðurnesjum og í Árnessýslu, þar sem fólk var janframt handtekið.

Lögregla lagði þar hald á þýfi, margskonar eggvopn og fíkniefni, en magn fíkniefnanna er ekki gefið upp. Vegna rannsóknarhagsmuna segir lögregla ekki unnt að greina frá tilefni aðgerðarinnar á þessu stigi málsins.

Aðeins tvær vikur eru síðan að sjö meðlimir Outlaws voru handteknir í aðgerð lögreglunnar, en ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra voru handteknir aftur í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×