Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar 5. október 2012 03:00 Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira