Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar 5. október 2012 03:00 Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira