Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar 5. október 2012 03:00 Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira