Fótbolti

Aron byrjaði inn á þegar AZ vann þriðja leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron tekur á móti boltanum í kvöld.
Aron tekur á móti boltanum í kvöld. vísir/getty
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem lagði Cambuur að velli með tveimur mörkum gegn engu í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Serbinn Nemanja Gudelj skoraði bæði mörk AZ í kvöld, það fyrra úr vítaspyrnu á 39. mínútu og það síðara eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Aroni var skipt af velli eftir 66 mínútur, en hann skoraði sigurmark AZ gegn Vitesse um síðustu helgi.

AZ er í 5. sæti deildarinnar með 24 stig, en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×