Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 10:42 Hólmsteinn hjá Leigjendasamtökunum er ómyrkur í máli og segir skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar "blekkingaprump“. Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir fyrir þeim. Leigjendum þykir þetta frumvarp hin mesta forsmán. Hólmsteinn A. Brekkan er framkvæmdastjóri hjá Samtökum leigjenda á Íslandi. Hann var ómyrkur í máli þegar Vísir hafði samband við hann í morgun, segir þungt hljóð í þeim sem basla á leigumarkaði.Ekkert hlustað á leigjendur Hólmsteinn segir að samtökin hafi gert ítarlegar og alvarlegar athugasemdir við þetta frumvarp strax í fjárlaganefnd. „Við bentum á það að leigjendur hefðu verið og væru algerlega úti í kuldanum. Það er ekkert verið að bæta hækkanir á leiguverði né eitt né neitt. Ekkert í þessu frumvarpi sem bætir hag leigjenda og ekkert er gert fyrir þá sem misstu allt sitt og voru þvingaðir út á leigumarkaðinn.“ Eiginlega er sama hvar borið er niður, Hólmsteinn sér fátt eitt jákvætt við þessa risavöxnu ríkisaðgerð. Hann segir ekkert tillit hafa verið tekið til þess sem leigjendur höfðu fram að færa, varla að það hafi verið skoðað. „Málið er það að það eru alltof fáir sem hafa lesið þetta frumvarp. Það er búið til eitthvað orð sem heitir „skuldaleiðrétting“ en menn skoða ekkert hvað þetta þýðir eða hvað það hefur í för með sér. Það kemur mjög skýrt fram að þetta er hrein peningafærsla, fjármagnsfærsla úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna, eða kröfuhafa, þeirra sem eiga þessi húsnæðislán, hvort sem það er lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður eða bankar. Þessi niðurfærsla er þessum fyrirtækjum algerlega að skaðlausu og er greidd að fullu úr ríkissjóði.“Blekkingaprump Og Hólmsteinn er rétt að byrja: „Blekkingaprump líka er með það að fólk megi taka viðbótarlífeyrissparnað, eða séreignasparnaði, og greiða það inn á höfuðstól lána sinna. Það er þjófnaður. Ef fólk er með svokölluð jafngreiðslulán er betra að nota þessa peninga í utanlandsferð en láta bankana hafa þá.“ Hólmsteinn segir athugasemdir samtakanna liggja fyrir: „Síðan bentum við á að fólk mætti leggja fimm hundruð þúsund inn á húsnæðissparnaðarreikning, séreignasparnað sem þú mátt svo nýta í íbúðakaup, átti að vera skattfrjáls peningur til þriggja ára. Það átti að vera eitthvað sem átti að gagnast leigjendum. Þó þú sparir eina og hálfa milljón á þremur árum, þeir sem geta, þeir sem geta það þurfa ekki á því að halda. Nei, ég hlakka ekki til að heyra forsætisráðherra að kynna þetta. Nenni ekki einu sinni að spá í þetta. Er mest hissa að fréttamenn og fjölmiðlar hafi ekki kynnt sér þetta betur.“Ganga erinda bankanna Leigjendur eiga sem sagt að borga þessi lán með húseigendum. Þeir verða vinna meira fyrir því. „Já, það er á hreinu að það á ekki að hrófla eitt né neitt við verðtryggingunni og þessi aðgerð út af fyrir sig kórónar Árna Páls-lögin, 110% leiðina; það er verið að rugla málin svo mikið að það er vonlaust að fá botn í þetta þegar frammí sækir. Annað, að það er tekið fram að frekari leiðréttinga sé ekki að vænta, fólk sem þiggur þessa leiðréttingu er að samþykkja þessi lán sín endanlega. Eða, við eigum eftir að sjá hvernig stjórnvöld snúa sig út úr því.“ Þá segir Hólmstein bankaskattinn, sem á að fjármagna þá 80 milljarða sem rennur nú til þeirra sem skrifaðir eru fyrir húsnæði, algjöra blekkingu. „Þeir segjast vera að taka skatt af bönkunum til að fjármagna þessa „leiðréttingu“. Þetta eru peningar sem fara hring, beint inní bankana aftur. Ekki nóg með það heldur fá þeir þetta allt sér að skaðlausu. Kristaltært í frumvarpinu og það var ekkert gert í þessu. Stjórnvöld eru að ganga erinda bankanna, það er mitt mat.“ Tengdar fréttir Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15 Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir fyrir þeim. Leigjendum þykir þetta frumvarp hin mesta forsmán. Hólmsteinn A. Brekkan er framkvæmdastjóri hjá Samtökum leigjenda á Íslandi. Hann var ómyrkur í máli þegar Vísir hafði samband við hann í morgun, segir þungt hljóð í þeim sem basla á leigumarkaði.Ekkert hlustað á leigjendur Hólmsteinn segir að samtökin hafi gert ítarlegar og alvarlegar athugasemdir við þetta frumvarp strax í fjárlaganefnd. „Við bentum á það að leigjendur hefðu verið og væru algerlega úti í kuldanum. Það er ekkert verið að bæta hækkanir á leiguverði né eitt né neitt. Ekkert í þessu frumvarpi sem bætir hag leigjenda og ekkert er gert fyrir þá sem misstu allt sitt og voru þvingaðir út á leigumarkaðinn.“ Eiginlega er sama hvar borið er niður, Hólmsteinn sér fátt eitt jákvætt við þessa risavöxnu ríkisaðgerð. Hann segir ekkert tillit hafa verið tekið til þess sem leigjendur höfðu fram að færa, varla að það hafi verið skoðað. „Málið er það að það eru alltof fáir sem hafa lesið þetta frumvarp. Það er búið til eitthvað orð sem heitir „skuldaleiðrétting“ en menn skoða ekkert hvað þetta þýðir eða hvað það hefur í för með sér. Það kemur mjög skýrt fram að þetta er hrein peningafærsla, fjármagnsfærsla úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna, eða kröfuhafa, þeirra sem eiga þessi húsnæðislán, hvort sem það er lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður eða bankar. Þessi niðurfærsla er þessum fyrirtækjum algerlega að skaðlausu og er greidd að fullu úr ríkissjóði.“Blekkingaprump Og Hólmsteinn er rétt að byrja: „Blekkingaprump líka er með það að fólk megi taka viðbótarlífeyrissparnað, eða séreignasparnaði, og greiða það inn á höfuðstól lána sinna. Það er þjófnaður. Ef fólk er með svokölluð jafngreiðslulán er betra að nota þessa peninga í utanlandsferð en láta bankana hafa þá.“ Hólmsteinn segir athugasemdir samtakanna liggja fyrir: „Síðan bentum við á að fólk mætti leggja fimm hundruð þúsund inn á húsnæðissparnaðarreikning, séreignasparnað sem þú mátt svo nýta í íbúðakaup, átti að vera skattfrjáls peningur til þriggja ára. Það átti að vera eitthvað sem átti að gagnast leigjendum. Þó þú sparir eina og hálfa milljón á þremur árum, þeir sem geta, þeir sem geta það þurfa ekki á því að halda. Nei, ég hlakka ekki til að heyra forsætisráðherra að kynna þetta. Nenni ekki einu sinni að spá í þetta. Er mest hissa að fréttamenn og fjölmiðlar hafi ekki kynnt sér þetta betur.“Ganga erinda bankanna Leigjendur eiga sem sagt að borga þessi lán með húseigendum. Þeir verða vinna meira fyrir því. „Já, það er á hreinu að það á ekki að hrófla eitt né neitt við verðtryggingunni og þessi aðgerð út af fyrir sig kórónar Árna Páls-lögin, 110% leiðina; það er verið að rugla málin svo mikið að það er vonlaust að fá botn í þetta þegar frammí sækir. Annað, að það er tekið fram að frekari leiðréttinga sé ekki að vænta, fólk sem þiggur þessa leiðréttingu er að samþykkja þessi lán sín endanlega. Eða, við eigum eftir að sjá hvernig stjórnvöld snúa sig út úr því.“ Þá segir Hólmstein bankaskattinn, sem á að fjármagna þá 80 milljarða sem rennur nú til þeirra sem skrifaðir eru fyrir húsnæði, algjöra blekkingu. „Þeir segjast vera að taka skatt af bönkunum til að fjármagna þessa „leiðréttingu“. Þetta eru peningar sem fara hring, beint inní bankana aftur. Ekki nóg með það heldur fá þeir þetta allt sér að skaðlausu. Kristaltært í frumvarpinu og það var ekkert gert í þessu. Stjórnvöld eru að ganga erinda bankanna, það er mitt mat.“
Tengdar fréttir Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15 Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15
Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44
Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00