„Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 10:53 Mótmælin síðasta mánudag. „Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
„Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira