Erlent

Bandaríkin og Kína sammælast um að draga úr mengun

Vísir/AFP
Bandaríkin og Kína hafa kynnt ný sameiginleg markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en forsetar landanna hittust í nótt á fundi í Beijing. Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði nýja samninginn sögulegan en Bandaríkjamenn ætla að ná því markmiði að árið 2025 verði búið að draga úr losuninni svo nemur 28 prósentum af því sem var árið 2005.

Kínverjar gefa ekki upp prósentutölu, en segja að losunin muni ná hámarki árið 2030, en slíkt hámark hafa þeir aldrei verið tilbúnir til að setja sér, enda mikil uppbygging í landinu sem þýðir aukna mengun. Þjóðirnar tvær sleppa tæpum helmingi alls koltvísírings jarðar út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×