Erlent

Kínverjar ritskoða teppið hans Pútín

Atli Ísleifsson skrifar
Í samfélagsmiðlum var fólk fljótt að segja frá hvernig Pútín hafi beitt rússneskum persónutöfrum sínum til að heilla Peng.
Í samfélagsmiðlum var fólk fljótt að segja frá hvernig Pútín hafi beitt rússneskum persónutöfrum sínum til að heilla Peng. Mynd/AP
Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt myndskeið af kínverskum vefsíðum sem sýnir hvernig Vladimír Pútín Rússlandsforseti kemur teppi fyrir á öxlum eiginkonu Xi Jinping Kínaforseta á lokahátíð fundar Apec-ríkja, samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem fram fór á mánudaginn.

Á myndskeiðinu má sjá hvernig gestgjafinn Xi, snýr sér til hægri til að ræða við Barack Obama Bandaríkjaforseta á meðan forsetafrúin Peng Liyuan situr við hliðina á honum. Í frétt Foreign Policy segir að hinn fráskildi Pútín hafi tekið að Peng hafi skolfið úr kulda, staðið á fætur og komið teppi fyrir á öxlum Peng.

Peng tekur á móti teppinu, en er síðar fljót að skipta teppinu út fyrir eigin yfirhöfn sem aðstoðarmaður færir henni.

Í samfélagsmiðlum var fólk fljótt að segja frá hvernig Pútín hafi beitt rússneskum persónutöfrum sínum til að heilla Peng og fjarlægðu kínversk yfirvöld myndbandið fljótlega eftir það.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín kemur teppum fyrir á öxlum kvenna, en í frétt BBC er rifjað upp þegar hann kom teppi fyrir á öxlum Angelu Merkel Þýskalandskanslara á leiðtogafundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×