Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 13:31 Sigmundur Davíð á faraldsfæti í Alþingishúsinu í gær. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13