Verkfall tónlistarkennara: Algjör pattstaða í kjaradeilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. nóvember 2014 20:01 Algjör pattstaða er í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaganna. Verkfallið hefur nú staðið í á fjórðu viku. Tónlistarkennarar fá greiddar út um hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á meðan á verkfalli stendur eða um fjögur þúsund og fimm hundruð krónur á dag eftir skatta. Ríkissáttasemjari segir að ekki sé tilefni til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt kemur kemur fram. Síðasti fundur var á mánudaginn en alls hafa 26 fundir verið haldnir. Rætt var við Sigrúnu Grendal, formann Félags tónlistarkennara, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég hugsa að það sé nú erfiðast fyrir marga að geta ekki farið og gengið til sinna starfa. Okkur er mjög umhugað um okkar nemendur. En það er auðvitað þannig líka að maður fær pósta um nætur og fólk nær illa endum saman. Það skín hins vegar í gegn að fólk vill geta gengið til sinna starfa upprétt,“ sagði Sigrún. Hún getur ekki sagt til um hvað verkfallið mun standa lengi. „Við bara biðlum til sveitarfélaganna að koma að samningaborðinu með svolítið skapandi og opnum huga. Það er auðvitað þannig að það er eiginlega ótækt að við þurfum að fara endurtekið þá leið að skoða og meta hvort að störf okkar séu jafnverðmæt og sambærileg og annarra kennara. Þetta eru stóru línurnar sem við ættum að vera sammála um,“ sagði Sigrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15 „Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Algjör pattstaða er í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaganna. Verkfallið hefur nú staðið í á fjórðu viku. Tónlistarkennarar fá greiddar út um hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á meðan á verkfalli stendur eða um fjögur þúsund og fimm hundruð krónur á dag eftir skatta. Ríkissáttasemjari segir að ekki sé tilefni til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt kemur kemur fram. Síðasti fundur var á mánudaginn en alls hafa 26 fundir verið haldnir. Rætt var við Sigrúnu Grendal, formann Félags tónlistarkennara, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég hugsa að það sé nú erfiðast fyrir marga að geta ekki farið og gengið til sinna starfa. Okkur er mjög umhugað um okkar nemendur. En það er auðvitað þannig líka að maður fær pósta um nætur og fólk nær illa endum saman. Það skín hins vegar í gegn að fólk vill geta gengið til sinna starfa upprétt,“ sagði Sigrún. Hún getur ekki sagt til um hvað verkfallið mun standa lengi. „Við bara biðlum til sveitarfélaganna að koma að samningaborðinu með svolítið skapandi og opnum huga. Það er auðvitað þannig að það er eiginlega ótækt að við þurfum að fara endurtekið þá leið að skoða og meta hvort að störf okkar séu jafnverðmæt og sambærileg og annarra kennara. Þetta eru stóru línurnar sem við ættum að vera sammála um,“ sagði Sigrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15 „Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Sýna tónlistarkennurum stuðning Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála. 11. nóvember 2014 22:22
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag. 28. október 2014 18:15
„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Sigrún Grendal er döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. 3. nóvember 2014 11:44
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Illa gengur að semja Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær. 5. nóvember 2014 07:00