Innlent

Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigrún Grendal, formaður félags tónlistarkennara.
Sigrún Grendal, formaður félags tónlistarkennara. vísir/anton
Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag.

Verkfall tónlistarkennara hófst á miðvikudag í síðustu viku en þeir krefjast þess að fá sömu kjarabætur og aðrar kennarastéttir. Þá verður fundað í kjaradeilu lækna og skurðlækna hjá ríkissáttasemjara á morgun.

Verkfallsaðgerðir lækna hófust í gær en á morgun munu læknar á lyflækningasviði landspítalans og sjúkrahúsinu á Akureyri leggja niður störf.


Tengdar fréttir

Kjarabarátta tónlistarkennara

Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.