Erlent

Tekinn af lífi fyrir að myrða eiginkonu sína og stjúpdóttur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aftakan verður sú 89. í röðinni í Flórída síðan dauðadómur var tekinn upp að nýju í Bandaríkjunum árið 1976.
Aftakan verður sú 89. í röðinni í Flórída síðan dauðadómur var tekinn upp að nýju í Bandaríkjunum árið 1976. Vísir/Getty
Maður sem dæmdur var til dauða fyrir að myrða eiginkonu sína og stjúpdóttur verður tekinn af lífi í nótt í ríkisfangelsinu í Flórída. Maðurinn, Chadwick Banks, hefur eytt nærri helmingi ævi sinnar á dauðadeild en morðin framdi hann árið 1992.

Reuters greinir frá því að Banks hafi skotið eiginkonu sína til bana þar sem hún svaf á heimili þeirra. Hann nauðgaði síðan 10 ára gamalli stjúpdóttur sinni og myrti hana. Fjórum dögum síðar var hann handtekinn.

Banks var dæmdur til dauða árið 1994 fyrir að myrða stúlkuna og í 20 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína.

Aftaka Banks verður sú 89. í röðinni í Flórída síðan dauðadómur var tekinn upp að nýju í Bandaríkjunum árið 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×