Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Eskilstuna United, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins í dag.
Eskilstuna hafnaði í sjöunda sæti sænsku deildarinnar í ár sem nýliði og ætlar sér stærri hluti á næstu leiktíð, að því fram kemur í frétt á vef félagsins.
Glódís Perla er 19 ára gömul og varð Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni í sumar auk þess sem hún varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra.
Hún hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er orðinn lykilmaður í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún á að baki 25 A-landsleiki og eitt mark.
Samningur Glódísar tekur gildi 1. janúar á næsta ári en þangað til mun hún æfa með Stjörnunni.
„Ég er spennt fyrir þessu og mig hlakkar til að spila með Eskilstuna á næstu leiktíð. Það er mikið tækifæri fyrir mig að spila með svona skipulögðu og góðu liði,“ segir Glódís Perla um vistaskiptin á vef Eskilstuna.
„Ég myndi lýsa mér sem klárum fótboltamanni, líkamlega sterkum með góðar sendingar. Ég hef svakalega mikinn metnað fyrir fótboltaferlinum mínum og svo er ég auðvitað íslenskur víkingur sem gefst aldrei upp.“
Glódís Perla til Eskilstuna
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
