Efast um að maðurinn hafi farið í ána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2014 14:30 Hér má sjá kort af því hvar bíllinn fór út í ána og hvar maðurinn svo fannst. vísir/loftmyndir Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu. Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu.
Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52