Fótbolti

Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Vísir/Getty
Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og  Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.Raphael Guerreiro tryggði Portúgal 1-0 sigur á Argentínu. Guerreiro sem er tvítugur bakvörður kom inná sem varamaður og skoraði eina markið með skalla á 90. mínútu.Lionel Messi og  Cristiano Ronaldo voru báðir teknir af velli í hálfleik en þeir voru að mætast í fyrsta sinn í landsleik síðan 2008. Þetta var samt 27. viðureign þeirra á ferlinum.Toni Kroos skoraði eina mark leiksins þegar heimsmeistarar Þýskalands unnu 1-0 sigur á Spáni í uppgjöri tveggja síðustu heimsmeistara.Sigurmark Toni Kroos kom á á 89. mínútu með skoti af tæplega 20 metra færi en varamarkvörðurinn Kiko Casilla, markvörður Espanyol, missti hann vandræðalega framhjá sér og í markið.Þjóðverjar missti Thomas Müller meiddan af velli í upphafi leiks eftir samstuð við Sergio Ramos.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.