Blússandi barnabókasala Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Það hefur ávallt gefist vel að gefa út bækur fyrir blessuð börnin, og nú sem aldrei fyrr. Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira