Blússandi barnabókasala Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Það hefur ávallt gefist vel að gefa út bækur fyrir blessuð börnin, og nú sem aldrei fyrr. Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira