Helmingur prófa fellur niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 16:39 "Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar Vilhjálmsson. Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59
Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25
Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28
Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent