Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 20:57 Samtökin gera meðal annars að umtalsefni í yfirlýsingunni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vísir/Anton Brink Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira