Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 20:57 Samtökin gera meðal annars að umtalsefni í yfirlýsingunni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vísir/Anton Brink Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira