Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 20:57 Samtökin gera meðal annars að umtalsefni í yfirlýsingunni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vísir/Anton Brink Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira