Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 20:57 Samtökin gera meðal annars að umtalsefni í yfirlýsingunni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vísir/Anton Brink Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. Vísa þeir í meiðyrðamál Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og niðurskurð á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins. Samtökin harma það að Þórey Vilhjálmsdóttir skuli hafa krafist fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannsson, en eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa blaðamennirnir nýlegt lagt fram sáttatilboð í málinu. Þá gera samtökin að umtalsefni óöruggt starfsumhverfi í fjölmiðlum á Íslandi. Vitna þau í að næstum allir ritstjórar á fjölmiðlum hér á landi hafi verið reknir eða sagt upp störfum á árinu, fyrir utan Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Er til að mynda vísað í það þegar Óðni Jónssyni, fyrrum fréttastjóra RÚV var sagt upp störfum. Þá er einnig fjallað um það þegar Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra fréttastofu 365 miðla og Ólafur Stephensen lét af störfum í kjölfarið sem ritstjóri Fréttablaðsins.* Þá gagnrýna samtökin niðurskurð til RÚV og vitna í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fréttaflutning stofnunarinnar: „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Segja samtök blaðamanna án landamæra að ummæli á borð við þessi frá stjórnmálamönnum setji þrýsting á blaðamenn, sem sé ekki æskilegt. *365 miðlar er útgefandi Vísis.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira