Jagoba Arrasate hefur fengið stígvélið frá forráðamönnum Real Sociedad, en honum hefur verið sagt upp sem þjálfari liðsins. Þetta var staðfest í kvöld.
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að Arrasate hafi verið sagt upp störfum, en gengi Sociedad hefur verið afleitt á tímabilinu.
Liðið er í nítjánda sæti deildarinnar með sex stig eftir tíu leiki eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið lenti í sjötta sæti.
Alfreð Finnbogason mun því leika undir stjórn nýs þjálfara á næstunni, en David Moyes fyrrum stjóri Manchester United og Everton er orðaður við starfið.
Alfreð fær nýjan þjálfara
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti