Innlent

Þúsundir boðað komu sína á Austurvöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skipuleggjendur mótmælanna leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi.
Skipuleggjendur mótmælanna leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi. Vísir/Friðrik

Hátt í 6.000 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll klukkan 17 í dag samkvæmt Facebook-síðu mótmæla sem hefjast þá. Yfirskrift mótmælanna er „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“.

Í viðtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Svavar Knútur, einn skipuleggjenda mótmælanna, að fólk væri reitt og sárt vegna framkomu ríkisstjórnarinnar.

„Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ sagði Svavar meðal annars.

Mótmælin eru grasrótarsprottin og tengjast engum sérstökum stjórnmálaflokki eða hagsmunahópi, að sögn Svavar Knúts. Skipuleggjendur leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi.   


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.