„Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 17:05 Svavar segir ríkisstjórnina sýna dólgshátt og yfirgang þegar hún fær á sig gagnrýni. Vísir/Anton Brink/GVA Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“ Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent