Stress hefur alvarlegri áhrif á hjartaheilsu kvenna en karla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 10:13 Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur. vísir/getty Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti. Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti.
Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49