Innlent

Eftirspurn eftir vændi er í hámarki

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Á annan tug hjálparbeiðna frá konum og körlum berast Stígamótum eða sambærilegum samtökum vegna vændis á ári og eftirspurn eftir vændi hefur aldrei verið meiri.

Kjartan Hreinn Njálsson kynnti sér hrottalegan vændisheim Íslands og kynntist ungri konu sem hefur einstaka sögu að segja.

Nánar verður fjallað um málið í þætti Bresta í kvöld en hann hefst síðar um kvöldið að þessu sinni þar sem þátturinn er alls ekki fyrir viðkvæma.

Brestir hefjast klukkan 21:25 á Stöð 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Fimm dauðsföll vegna MDMA

Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári.

MDMA þátturinn notaður í forvarnarstarf

Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 þann 20. október og fjallaði fyrsti þátturinn um síbreytilegt landslag í skemmtanalífi á Íslandi.

Flytja inn vökva og framleiða MDMA

Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform.

Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum

Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×