Innlent

Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir
Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. Í þriðja þætti Bresta segir ung vændiskona sögu sína.

Þessi unga móðir er gift. Fjölskylda hennar vel stæð. En á sama tíma hittir hún karlmenn nokkrum sinnum í viku sem greiða henni fyrir náin kynni.

Þó svo að saga hennar sé hreint ekki lýsandi fyrir vændsheiminn þá er saga hennar athyglisverð og sláandi. Hún samþykkti að koma í viðtal til þess að segja sína sögu.

Brestir verða á dagskrá mánudaginn 3. nóvember næstkomandi á Stöð 2 klukkan 21:25.

Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.