Fótbolti

Nýliðinn í landsliðinu byrjaði inn á hjá Cesena

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin (t.h.) spilaði sinn fjórða deildarleik fyrir Cesena í dag.
Hörður Björgvin (t.h.) spilaði sinn fjórða deildarleik fyrir Cesena í dag. Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon lék fyrstu 57 mínútur leiksins þegar Cesena tapaði 2-1 fyrir Chievo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hörður lék í stöðu vinstri bakvarðar í dag, en þetta var fjórði leikur hans í byrjunarliði Cesena í deildinni í vetur.

Sergio Pellissier kom Chievo yfir eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik. Þannig var staðan fram á 88. mínútu þegar Milan Djuric jafnaði og virtist ætla að tryggja Cesena stig. Svo fór þó ekki, en Pellissier skoraði sitt annað mark á lokamínútunni og tryggði Chievo sigurinn.

Hörður, sem er uppalinn hjá Fram, er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu sem mætir Belgíu og Tékklandi seinna í vikunni. Hann var í lykilhlutverki hjá U-21 árs landsliðinu sem komst alla leið í umspil um sæti á EM 2015 í haust.


Tengdar fréttir

Bankað á dyrnar í Belgíu

Íslenska fótboltalandsliðið er komið upp í 28. sæti á FIFA-listanum og það er allt annað en auðvelt að vinna sér sæti í byrjunarliði Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Fréttablaðið skoðar í dag hvaða leikmenn eiga möguleika á sæti í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×